Á vérkstæði okkar er sérhæfður búnaður, ballanseringarbekkir og fl.
Við erum í nánu samstarfi við PJ diesel í kaupmannahöfn og fleiri aðila varðandi útvegun varahluta og tækniþjónustu.
Kári Jónsson sem starfaði hjá MD Vélum frá 2013 til áramóta 2018 hefur hafið störf hjá okkur aftur. Hann kemur inn sem meðeigandi og verður rekstrarstjóri fyrirtækisins. Við bjóðum Kára velkominn og hlökkum til samstarfsins.
"Þegar einar dyr lokast opnast aðrar"
|
Þann 21. nóvember fékk VM Kompensator ISO 9001 - við óskum þeim til hamingju með það og hlökkum til samstarfs á nýju ári.
Sjá nánar á heimasíðu VM Kompensator A/S
Blaðagrein í DV þann 09-11-2018
Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Nýtt umboð, ný þjónusta í þenslutengjum
Blaðagrein í Sóknarfæri júní 2018
MD vélar bjóða aukna þjónustu - Nýtt umboð fyrir þenslutengi
Blaðagrein Sjáfarafl Maí 2018
MD-vélar rótgróið en framsækið fyrirtæk
MD Vélar ehf. minna á viðgerða og varahlutaþjónustu okkar fyrir flestar gerðir afgastúrbína. Ótal námskeið og áratuga reynsla er að baki.
Á vérkstæði okkar er sérhæfður búnaður, ballanseringarbekkir og fl.
Við erum í nánu samstarfi við PJ diesel í kaupmannahöfn og fleiri aðila varðandi útvegun varahluta og tækniþjónustu.
Kappkostum fljóta afgreiðslu og vönduð vinnubrögð.
Í apríl var haldinin umboðsmannafundur hjá Mitsubishi í Hollandi og MD Vélar tóku að sjálfsögðu þátt. Þetta var 3 daga dagskrá og þátttakan mjög góð, 80 manns frá öllum heimshornum. Móttökurnar voru eins og alltaf mjög góðar. Eitt af mörgu sem stóð uppúr í ferðinni var heimsók á Museum ‘t kromhout í Amsterdam sem er véla safn þar er td hægt að sjá dieselvél byggða af hinu Hollenska fyrirtæki Kromhout og var notuð í yfir 100 ár í minni skip. Sjálfboðalliðar halda vélunum gangandi og sinna þessu af mikklum áhuga.
Mánaberg ÓF-42
MD Vélar ehf þakkar starfsfólki Mánabergs ÓF-42 fyrir árlangt gott samstarf og óskar Ramma innilega til hamingju með hið nýja og glæsilega skip Sólberg.
Í Mánaberginu er Mitsubishi Ljósavél sem var sett niður árið 2002. Ljósavélin er af gerðinni S12R MTPA sem er 1.110 kW @ 1.500 rpm og voru vinnustundir hennar komnar yfir 100.000 þegar skipið var nýlega selt til Rússlands.
Sole Diesel er komin með tvær nýar vélar á markaðinn, þær fylla bilið sem hefur verið á milli MINI-74 og SM-105. Þær erum með Mitsubishi grunnvélum sem hafa sannað að þær eru áræðanlegar og sterkar. Þessar vélar eru hannaðar til að virka við erfiðustu aðstæður.
MD Vélar ehf óskar Ingibjörgu ehf til hamingju með kaupin á Aski SH-165, Askur var áður í eigu Jens Valgeir ehf í Grindavík. Askur er smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1987 og er með Mitsubishi 6D24-TC aðalvél, árgerð 2016 og 6D16T spilvél MD Vélar hafa átt mjög gott samstarf við fyrri eigendur til fjölda ára og við hlökkum til góðs samstarfs við nýja eigendur.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fyrirtækið fékk nýlega einkaumboð fyrir danska fyrirtækið PJ Diesel sem það hefur verið í samstarfi við til fjölda ára. Það fyrirtæki sérhæfir endurbyggingu og framleiðslu á hlutum í diesel vélar, túrbínur og og ýmsa aðra vélarhluti. Sérhæfing PJ Diesel snýr m.a. að endurbyggingum á túrbínum fyrir skip og hafa MD vélar einkaleyfi til sölu á vélbúnaði frá PJ Diesel hér á landi og í Færeyjum, býður upp á varahluti í túrbínur, viðgerðarþjónustu og endurbyggingar á túrbínum.